Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 07:30 Ben Askren sést hér í sjúkrarúminu sínu en hann er sem betur fer að braggast eftir fimm skelfilegar vikur. Ben Askren Ben Askren er goðsögn í bandaríska glímuheiminum og keppti á sínum tíma í UFC en þessum fyrrum stórstjarna hefur glímt við afar erfið veikindi í sumar. Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren) MMA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren)
MMA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti