Fleiri fréttir

Wenger: Hef engar áhyggjur af því að Fabregas fari

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur neitað því að fyrirliðinn Cesc Fabregas sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Barcelona um að hann gangi í raðir spænska félagsins næsta sumar.

Sullivan: Starf Zola er ekki í hættu

Hinn málglaði David Sullivan, annar eiganda West Ham, hefur neitað sögusögnum í breskum fjölmiðlum þess efnis að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola verði rekinn frá Lundúnafélaginu á næstunni.

Neville: Nani getur fyllt skarð Ronaldo

Gary Neville hefur tröllatrú á liðsfélaga sínum, Nani, og segir að hann sé smám saman að sýna og sanna að hann geti fyllt skarð landa síns, Ronaldo, hjá Man. Utd.

Zola neitar að gefast upp

Hinn ítalski stjóri West Ham, Gianfranco Zola, er ekki á þeim buxunum að gefast upp hjá félaginu þó svo staða liðsins sé erfið, innan sem utan vallar.

Stoke City hefur enn ekki tapað leik á árinu 2010

Stoke City er enn ósigrað á nýju ári eftir 1-1 jafntefli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Stoke-liðið hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið tvo (Fulham og Blackburn) og gert þrjú jafntefli (Liverpool, Sunderland og Wigan).

Shane Long tryggði Reading dýrmætan sigur í fallslagnum

Shane Long tryggði Reading 2-1 sigur á Plymouth í uppgjöri Íslendingaliðanna í ensku b-deildinni í kvöld. Markið skoraði Long af vítapunktinum á lokamínútu leiksins. Þetta var annað marki Long í leiknum en hann hafði einnig komið Reading í 1-0 á 51. mínútu.

Manchester City upp fyrir Tottenham og Portsmouth bjargaði stigi

Manchester City komst upp að hlið Liverpool í fjórða sætinu og Portsmouth náði að tryggja sér 1-1 jafntefli á móti Sunderland með marki frá Aruna Dindane í uppbótartíma þegar fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ancelotti: Terry verður með Chelsea á móti Everton á morgun

John Terry hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og mun því spila leikinn á móti Everton á morgun. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar ekki að nota meiðslin til þess að hvíla fyrirliðann sinn sem hefur staðið í ströngu að undanförnu.

Mido: Mamma reiddist vegna lélegs samnings

Egyptinn Mido er líklega á lélegustu laununum í ensku úrvalsdeildinni en hann samþykkti að spila með West Ham út leiktíðina fyrir "aðeins" 1.000 pund á viku.

Wenger vælir yfir fjölmiðlum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú snúið spjótum sínum að fjölmiðlamönnum sem hann segir snúa út úr orðum sínum.

Robinho hamingjusamur hjá Santos

Robinho segist hafa fundið hjá Santos nákvæmlega það sem hann var að leita að - hamingjuna sem hann fann ekki í herbúðum Man. City.

Portsmouth leitar að nýjum eigendum

Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við einstaklinga sem hafa áhuga á að taka yfir félagið.

Ancelotti: Rooney er sá besti í heiminum í dag

Það eru ekki bara stuðningsmenn Man. Utd sem dást að ótrúlegri frammistöðu Wayne Rooney í vetur. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er nefnilega einnig afar hrifinn af Rooney.

Gazza handtekinn eina ferðina enn

Paul Gascoigne komst enn eina ferðina í kast við lögin um helgina. Hann var þá handtekinn grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Tímabilið búið hjá Cahill

Bolton varð fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að varnarmaðurinn Gary Cahill leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð.

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma.

Drogba: Verðum að standa saman

Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry.

Ancelotti vill fá Ribery og Aguero í sumar

Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið í sumar og styrkja sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti vill víst fá Sergio Aguero frá Atletico Madrid og Franck Ribery frá FC Bayern.

Altidore tileinkaði Haítí fyrsta mark sitt á Englandi

Bandaríski landsliðsmaðurinn Jozy Altidore opnaði markareikning sinn á Englandi í gær þegar hann skoraði annað tveggja marka Hull í 2-1 sigri gegn Manchester City en Altidore er á láni hjá Hull frá Villarreal á Spáni.

Capello: Til í að mæta nágrönnum Englendinga

Landliðsþjálfarinn Fabio capello hjá Englandi kveðst vonast til þess að England verði dregið í riðil með einvherjum að nágrönnum sínum í undankeppni EM 2012 en drátturinn fer fram í Varsjá í dag kl. 11 að íslenskum tíma.

Grant: Manchester United er einfaldlega betra en við

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth er ekki af baki dottinn þrátt fyrir niðurlægjandi 5-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester United í dag. Portsmouth situr sem fastast á botninum en Grant bíður spenntur eftir því að mæta auðveldari mótherja en United og segir að þeir leikir skipti meira máli.

Mikilvægur sigur hjá Íslendingaliði Reading

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading í 1-2 sigri liðsins gegn Doncaster í ensku b-deildinni í kvöld en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á varamannabekknum og kom inná á lokakaflanum.

Ferguson: Mikilvægt fyrir okkur að sýna þolinmæði

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hafði ekki yfir mörgu að kvarta eftir sannfærandi 5-0 sigur liðs síns gegn lánlausu liði Portsmouth á Old Trafford-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Laws: Þetta er langþráður sigur hjá okkur

Knattspyrnustjórinn Brian Laws stýrði Burnley til sigurs í fyrsta skiptið síðan hann tók við liðinu af Owen Coyle þegar West Ham kom í heimsókn á Turf Moor-leikvanginn í dag.

Mancini: Allt annað að sjá liðið í síðari hálfleik

Knattspyrnustjórinn Roberto Mancini hjá Manchester City var að vonum ósáttur við 2-1 tapið gegn Hull á KC-leikvanginum í dag. Mancini var þó ánægður með viðsnúninginn hjá sínum mönnum í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í fyrri hálfleiknum.

Emil skoraði sigurmark Barnsley gegn Watford

Að vanda voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í ensku b-deildinni í dag. Emil Hallfreðsson og Heiðar Helguson áttust við í Íslendingaslag þegar Barnsley mætti Watford en Emil hafði betur þar og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri heimamanna.

Enska úrvalsdeildin: Man. United komið á toppinn

Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum.

Ancelotti: Hef ekki áhuga á einkalífi leikmanna minna

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea segir að fyrirliðinn John Terry njóti fulls trausts til þess að leiða Lundúnafélagið áfram þrátt fyrir að hann hafi verið sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins.

Benitez: Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá okkur

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool var eðlilega ánægður með þrjú stig eftir 1-0 sigur gegn Everton á Anfield-leikvanginum í dag en heimamenn spiluðu manni færri allan síðari hálfleikinn.

Tíu leikmenn Liverpool skelltu erkifjendunum í Everton

Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið, þegar liðið lagði granna sína í Everton að velli 1-0 á Anfield-leikvanginum en Hollendingurinn Dirk kuyt skoraði eina mark leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir