Enski boltinn

Wenger vælir yfir fjölmiðlum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú snúið spjótum sínum að fjölmiðlamönnum sem hann segir snúa út úr orðum sínum.

Haft var eftir Wenger um helgina að hans lið hefði verið betra en Chelsea. Margir eru orðnir þreyttir á afsökunum Wengers og einn þeirra er Þjóðverjinn Michael Ballack sem sagði að Wenger væri einfaldlega tapsár.

Wenger segir aftur á móti að snúið hafi verið út úr orðum hans.

„Ég vil koma því á framfæri að ég hrósaði Chelsea-liðinu í hástert eftir leikinn. Mér finnst það ósanngjarnt af fjölmiðlamönnum að taka aðeins eitt orð af fundinum og búa til úr því frétt sem þeir vonast til að sé stórfrétt. Það gerðuð þið eftir leikinn gegn Villa sem og gegn Chelsea," sagði Wenger fúll.

„Ef þið lítið á fundinn í heild sinni þá er hann jákvæður en ekki neikvæður. Þið viljið kannski að ég segi ekki neitt?"

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×