Enski boltinn

Terry þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry er afar þakklátur stuðningsmönnum Chelsea sem hann segir hafa verið ótrúlega síðustu tvær vikur.

Þær hafa ekki verið neinn dans á rósum fyrir Chelsea þar sem flett hefur verið ofan af framhjáhaldi hans sem leiddi til þess að hann missti fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu.

Terry hefur ekkert viljað tjá sig um málið. Hann spilaði fyrir framan stuðningsmenn Chelsea um helgina og fékk jákvæð viðbrögð frá þeim.

„Ég vil þakka hverjum einasta stuðningsmanni fyrir stuðninginn," sagði Terry við Chelsea-sjónvarpsstöðina.

„Þetta var tilfinningaríkur dagur fyrir mig og það er ótrúlegt hvernig stuðningsmennirnir hafa stutt við bakið á mér síðustu tvær vikur. Ég átti ekki von á þetta góðum stuðningi í dag og vil þakka fyrir þennan stuðning. Hann skiptir mig miklu máli."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×