Enski boltinn

Gazza handtekinn eina ferðina enn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Gascoigne komst enn eina ferðina í kast við lögin um helgina. Hann var þá handtekinn grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Lögreglan handtók Gazza þegar lögregla var kölluð til á skyndibitastað þar sem einhverjar óeirðir voru í gangi.

Gazza var síðast handtekinn í desember fyrir að vera með drykkjulæti á almannafæri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×