Daily Mail: West Ham hefði betur átt að falla í kjölfar Tevez-málsins Ómar Þorgeirsson skrifar 10. febrúar 2010 17:30 Freddie Ljungberg og Eggert Magnússon. Nordic photos/Getty Pistlahöfundurinn Martin Samuel hjá breska dagblaðinu Daily Mail fer ofan í saumana á bruðlinu í kringum rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham síðustu ár í löngum pistli í dag þar sem hann kemur víða við. Þegar David Sullivan og David Gold keyptu félagið á dögunum var upplýst að félagið skuldaði 110 milljónir punda og nýju eigendurnir gátu vart orða bundist um hversu illa væri staðið að rekstrinum og nefndu sem dæmi að leikmenn væru á alltof háum launum miðað við frammistöðuna inni á vellinum. Samuel segir að eitthvað sé ekki í lagi þegar Lundúnafélagið skuldi jafn mikið og raun beri vitni um, 110 milljónir punda og fyrrum stjórnarformaðurinn Scott Duxbury sem hætti störfum á dögunum hafi verið með 300 þúsund pund (60 milljónir kr.) í laun á ári og keyri um á Aston Martin glæiskerru. Samuel tekur einnig sem dæmi rekstur West Ham-búðarinnar sem selur treyjur og aðra merkjavöru tengda félaginu en hún skilaði litlum sem engum hagnaði á síðasta rekstrarári. Ástæðan ku meðal annars vera sú að enn eru um 26 þúsund treyjur af þeim 85 þúsund sem framleiddar voru fyrir yfirstandandi tímabil óseldar upp í hillu. Það hafi því komið nýjum eigendum félagsins heldur betur á óvart þegar í ljós kom að nú þegar hafi verið búið að leggja inn pöntun frá félaginu fyrir treyjur fyrir næsta tímabil og sú pöntun hafi jú hljóðað upp á 85 þúsund treyjur. Samuel vill meina að þetta dæmi sýni glæfraháttinn á rekstri félagsins síðustu árin í hnotskurn. Samuel vandar Eggerti Magnússyni, fyrrum stjórnarformanni West Ham, heldur ekki kveðjurnar og telur raunar að West Ham væri betur setti í dag hefði það hreinlega fallið eða verið dæmt niður um deild í kjölfar Tevez-málsins svonefnda tímabilið 2006-2007. Þá hefði Eggert ekki getað eytt um efni fram líkt og hann gerði með kaupum á leikmönnum á borð við Freddie Ljungberg og Kieron Dyer sem komu til félagsins á svimandi háum launum. Raunar telur Samuel að hinn meiðslumhrjáði Dyer, sem hefur leikið 15 leiki fyrir félagið síðan hann kom á Upton Park-leikvanginn árið 2007, muni kosta West Ham um 30 milljónir punda í heildina þegar samningur hans rennur út. Þá kveðst Samuel hafa heimildir fyrir því að Eggert hafi verið með einkaritara á tvöfalt hærri launum en það sem gengur og gerist í bransanum. Pistlahöfundur veltir að lokum fyrir sér hvort að Lundúnafélagið hafi það sem þurfi til þess að bjarga sér frá falli með jafn óreyndan mann við stjórnvölin og Gianfranco Zola er en hvað sem því líður þá hafi nýir eigendur eftir sem áður í mörg horn að líta til þess að rétta West Ham skútuna við. Hægt er að lesa grein Samuel með því að smella hér. Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Pistlahöfundurinn Martin Samuel hjá breska dagblaðinu Daily Mail fer ofan í saumana á bruðlinu í kringum rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham síðustu ár í löngum pistli í dag þar sem hann kemur víða við. Þegar David Sullivan og David Gold keyptu félagið á dögunum var upplýst að félagið skuldaði 110 milljónir punda og nýju eigendurnir gátu vart orða bundist um hversu illa væri staðið að rekstrinum og nefndu sem dæmi að leikmenn væru á alltof háum launum miðað við frammistöðuna inni á vellinum. Samuel segir að eitthvað sé ekki í lagi þegar Lundúnafélagið skuldi jafn mikið og raun beri vitni um, 110 milljónir punda og fyrrum stjórnarformaðurinn Scott Duxbury sem hætti störfum á dögunum hafi verið með 300 þúsund pund (60 milljónir kr.) í laun á ári og keyri um á Aston Martin glæiskerru. Samuel tekur einnig sem dæmi rekstur West Ham-búðarinnar sem selur treyjur og aðra merkjavöru tengda félaginu en hún skilaði litlum sem engum hagnaði á síðasta rekstrarári. Ástæðan ku meðal annars vera sú að enn eru um 26 þúsund treyjur af þeim 85 þúsund sem framleiddar voru fyrir yfirstandandi tímabil óseldar upp í hillu. Það hafi því komið nýjum eigendum félagsins heldur betur á óvart þegar í ljós kom að nú þegar hafi verið búið að leggja inn pöntun frá félaginu fyrir treyjur fyrir næsta tímabil og sú pöntun hafi jú hljóðað upp á 85 þúsund treyjur. Samuel vill meina að þetta dæmi sýni glæfraháttinn á rekstri félagsins síðustu árin í hnotskurn. Samuel vandar Eggerti Magnússyni, fyrrum stjórnarformanni West Ham, heldur ekki kveðjurnar og telur raunar að West Ham væri betur setti í dag hefði það hreinlega fallið eða verið dæmt niður um deild í kjölfar Tevez-málsins svonefnda tímabilið 2006-2007. Þá hefði Eggert ekki getað eytt um efni fram líkt og hann gerði með kaupum á leikmönnum á borð við Freddie Ljungberg og Kieron Dyer sem komu til félagsins á svimandi háum launum. Raunar telur Samuel að hinn meiðslumhrjáði Dyer, sem hefur leikið 15 leiki fyrir félagið síðan hann kom á Upton Park-leikvanginn árið 2007, muni kosta West Ham um 30 milljónir punda í heildina þegar samningur hans rennur út. Þá kveðst Samuel hafa heimildir fyrir því að Eggert hafi verið með einkaritara á tvöfalt hærri launum en það sem gengur og gerist í bransanum. Pistlahöfundur veltir að lokum fyrir sér hvort að Lundúnafélagið hafi það sem þurfi til þess að bjarga sér frá falli með jafn óreyndan mann við stjórnvölin og Gianfranco Zola er en hvað sem því líður þá hafi nýir eigendur eftir sem áður í mörg horn að líta til þess að rétta West Ham skútuna við. Hægt er að lesa grein Samuel með því að smella hér.
Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira