Enski boltinn

Capello: Til í að mæta nágrönnum Englendinga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic photos/AFP

Landliðsþjálfarinn Fabio capello hjá Englandi kveðst vonast til þess að England verði dregið í riðil með einvherjum að nágrönnum sínum í undankeppni EM 2012 en drátturinn fer fram í Varsjá í dag kl. 11 að íslenskum tíma.

„Það væri fínt að lenda á móti einhverjum af nágrönnum Englands. Ég væri meira en til í það að mæta Wales, Írlandi og náttúrulega helst Skotlandi það yrði skemmtilegur „Derby" leikur," segir Capello í viðtali við Sky sports fréttastofuna.

Capello er einnig opinn fyrir því að gefa yngri leikmönnum tækifæri í komandi verkefnum með enska landsliðinu og hafa leikmenn á borð við Kieran Gibbs og Jack Wilshere hjá Arsenal, Jack Rodwell hjá Everton og Joe Hart og Adam Johnson hjá Manchester City verið nefndir til sögunnar í því samhengi. Capello segir hins vegar mikilvægt að allir þessir efnilegu leikmenn séu að spila reglulega með liðum sínum.

„Ungu leikmennirnir þurfa að fá að spila meira. Það er ekki nóg að sjá þá bara á æfingum. Á þessu tímabili fór Hart á láni og hefur fengið að spila meira og tekið miklum framförum. Áður átti hann til að gera talsvert að mistökum en núna hefur þeim stórlega fækkað.

Það sama á við um Johnson þegar hann spilaði í b-deildinni með Middlesbrough áður en hann fór til City. Hann var að fá að spila mikið og stundum er betra fyrir þessa ungu leikmenn að spila reglulega í neðri deild heldur en að fá einn og einn leik í úrvalsdeildinni eða meistaradeildinni," segir Capello.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×