Enski boltinn

Ancelotti vill fá Ribery og Aguero í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sergio Aguero hjá Atletico Madrid.
Sergio Aguero hjá Atletico Madrid.

Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið í sumar og styrkja sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti vill víst fá Sergio Aguero frá Atletico Madrid og Franck Ribery frá FC Bayern.

Atletico Madrid hefur gengið illa í vetur og er í neðri hluta spænsku deildarinnar. Líklegt er talið að helstu stjörnur liðsins yfirgefi liðið eftir tímabilið.

Tímabilið hjá Ribery hefur verið erfitt. Hann hefur glímt við meiðsli og framtíð hans er í lausu lofti þar sem hann hefur ekki undirritað nýjan samning við þýska félagið. Núverandi samningur hans rennur út í lok næstu leiktíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×