Enski boltinn

Laws: Þetta er langþráður sigur hjá okkur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Brian Laws og Danny Fox fagna marki þess síðarnefnda í dag.
Brian Laws og Danny Fox fagna marki þess síðarnefnda í dag. Nordic photos/Getty

Knattspyrnustjórinn Brian Laws stýrði Burnley til sigurs í fyrsta skiptið síðan hann tók við liðinu af Owen Coyle þegar West Ham kom í heimsókn á Turf Moor-leikvanginn í dag.

Burnley vann mikilvægan 2-1 sigur en þetta var fyrsti sigur Burnley í síðustu þrettán leikjum í úrvalsdeildinni.

„Þetta var langþráður sigur hjá okkur og gríðarlega mikilvælg þrjú stig. Þetta var einn af þeim leikjum sem við þurftum nauðsynlega að vinna og ég er gríðarlega ánægður með hvernig leikmenn mínir höndluðu pressuna," sagði Laws sem hrósaði markaskorurunum David Nugent og Danny Fox, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Burnley í dag.

„David skoraði frábært mark sem kom okkur í gírinn og gaf okkur trúna á verkefnið og Danny átti einnig frábæran leik og ég gæti ekki beðið um meira frá honum í fyrsta leik sínum fyrir Burnley," sagði Laws en Fox skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×