Enski boltinn

Portsmouth leitar að nýjum eigendum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við einstaklinga sem hafa áhuga á að taka yfir félagið.

Núverandi eigandi, Balram Chainrai, leitar nú allra leið til þess að losa 90 prósenta hluta sinn í félaginu sem hann keypti af Ali Al-Faraj í síðustu viku.

Chainrai hefur engan áhuga á að eiga félagið til lengri tíma og vill selja félagið sem allra fyrst.

Félagið á þrátt fyrir það enn á hættu að vera sett í greiðslustöðvun. Félagið skuldar 7,5 milljónir punda í skatta. Greiði félagið ekki þann reikning verður því líkast til hent niður um deildir.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×