Enski boltinn

Ancelotti: Rooney er sá besti í heiminum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það eru ekki bara stuðningsmenn Man. Utd sem dást að ótrúlegri frammistöðu Wayne Rooney í vetur. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er nefnilega einnig afar hrifinn af Rooney.

„United er að nota Rooney afar vel þessa dagana. Hann bætir sig með hverjum leik. Hann er algjörlega stórkostlegur leikmaður. Ég er hissa á því að hann á aldrei lélegan leik. Hann bætir sig alltaf," sagði Ancelotti.

„Það er einnig gott fyrir enska landsliðið að hafa Rooney í þessu formi fyrir HM. Er hann besti leikmaður heims í dag? Já, ég held það. Það er enginn beittari en hann í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×