Enski boltinn

Drogba: Verðum að standa saman

Elvar Geir Magnússon skrifar

Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry.

Terry missti fyrirliðaband enska landsliðsins á föstudag eftir vandræði utan vallar.

„Þetta hefur verið erfið vika fyrir okkur, fyrir allt félagið," sagði Drogba. „Við reynum að standa saman og einbeita okkur að leiknum. Við verðum að horfa áfram fram veginn."

„Við sýnum Terry eins mikinn stuðning og hægt er. Það er best fyrir hann að spila. Það sem mestu máli skiptir er að við erum á toppnum."

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir leik að sínir menn hefðu spilað nægilega vel til að vinna leikinn en dýrkeypt varnarmistök hafi gert útslagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×