Enski boltinn

Manchester City upp fyrir Tottenham og Portsmouth bjargaði stigi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Viera var í fyrsta sinn i byrjunarliði Manchester City í kvöld.
Patrick Viera var í fyrsta sinn i byrjunarliði Manchester City í kvöld. Mynd/AFP

Manchester City komst upp að hlið Liverpool í fjórða sætinu og Portsmouth náði að tryggja sér 1-1 jafntefli á móti Sunderland með marki frá Aruna Dindane í uppbótartíma þegar fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Manchester City tók fimmta sætið af Tottenham með 2-0 sigri á Bolton á heimavelli en City-liðið hefur unnið fimm fyrstu heimaleiki sína undir stjórn Ítalans Roiberto Mancini með markatölunni 12-2.

Carlos Tévez kom Manchester City í 1-0 á 31. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Paul Robinson felldi Adam Johnson. Tévez var þó nálægt því að láta Jussi Jääskelainen verja frá sér vítið.

Emmanuel Adebayor skoraði síðan annað markið á 73. mínútu eftir sendingu frá Patrick Vieira sem var þarna í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester City.

Fulham vann öruggan 3-0 heimasigur á Burnley. Burnley náði þar með ekki að fylgja eftir heimasigri á West Ham og þurfti að sætta sig við sjöunda útivallartapið í röð. Burnley hefur aðeins náð í 1 stig í 13 útileikjum á tímabilinu.

Sunderland var á leiðinni að vinna sinn fyrsta síðan 21. nóvember þegar Aruna Dindane skoraði jöfnunarmark Portsmouth í uppbótartíma.

Sunderland missti síðan tvo menn útaf með rautt spjald í seinni hálfleik, fyrst Lee Cattermole á 53. mínútu og svo David Meyler á 84. mínútu.Það varð liðum um megn og Aruna Dindane skoraði jö0fnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:



Portsmouth-Sunderland 1-1

0-1 Darren Bent, víti (12.), 1-1 Aruna Dindane (90.+5).

   

Wigan-Stoke 1-1   

1-0 Paul Scharner (15.), 1-1 Tuncay Sanli (74.)

Manchester City-Bolton 2-0   

1-0 Carlos Tévez, víti (31.), 2-0 Emmanuel Adebayor (73.)

Fulham-Burnley 3-0

1-0 Danny Murphy (23.), 2-0 David Elm (31.), 3-0 Bobby Zamora (53.)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×