Enski boltinn

Benitez: Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá okkur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool var eðlilega ánægður með þrjú stig eftir 1-0 sigur gegn Everton á Anfield-leikvanginum í dag en heimamenn spiluðu manni færri allan síðari hálfleikinn.

„Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag og studdu vel við bakið á liðinu. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá okkur því allir voru að leggja sig hundrað prósent fram og vonandi gefur þessi sigur okkur sjálfstraust upp á framhaldið að gera," sagði Benitez sem vildi ekkert tjá sig um dómarann Martin Atkinson en Spánverjinn var augljóslega mjög ósáttur þegar Grikkinn Sotirios Kyrgiakos var rekinn af velli í fyrri hálfleiknum.

Fyrirliðinn Steven Gerrard var eðlilega einnig sáttur og hrósaði baráttuandanum í liði Liverpool.

„Við gerðum mjög vel og sýndum mikinn karakter að klára leikinn með því að taka öll stigin manni færri því Everton hefur verið á mikilli siglingu. Við vissum að við ættum alltaf möguleika úr föstum leikatriðum þrátt fyrir að við værum manni færri og það gekk eftir í dag," sagði Gerrard.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×