Enski boltinn

Mancini: Allt annað að sjá liðið í síðari hálfleik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Roberto Mancini hjá Manchester City var að vonum ósáttur við 2-1 tapið gegn Hull á KC-leikvanginum í dag.

Mancini var þó ánægður með viðsnúninginn hjá sínum mönnum í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í fyrri hálfleiknum.

„Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum en það var allt annað að sjá til liðsins í þeim síðari. Leikurinn breyttist þegar Adam Johnson og Patrick Vieira komu inn á og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í síðari hálfleiknum þá getum við enn náð einu af efstu fjórum sætunum," sagði Mancini vongóður í leikslok í dag en Johnson og Vieira voru að spila sinn fyrsta leik fyrir City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×