Enski boltinn

Stoke City hefur enn ekki tapað leik á árinu 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tuncay Sanli fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Tuncay Sanli fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Mynd/AFP

Stoke City er enn ósigrað á nýju ári eftir 1-1 jafntefli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Stoke-liðið hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið tvo (Fulham og Blackburn) og gert þrjú jafntefli (Liverpool, Sunderland og Wigan).

Stoke hefur síðan unnið báða bikarleiki sína á þessu ári, fyrst 3-1 sigur á York City og svo eftirminnilegan 3-1 sigur á Arsenal í síðustu umferð.

Tuncay Sanli tryggði Stoke liðinu jafnteflið þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Matthew Etherington á 70. mínútu en Paul Scharner hafði komið Wigan í 1-0 með öðru skallamarki í upphafi leiksins.

Stoke er áfram í 11. sæti deildarinnar eftir jafnteflið en Wigan komst upp í 14. sætið með því að krækja í þetta stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×