Enski boltinn

Shane Long tryggði Reading dýrmætan sigur í fallslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shane Long var hetja Reading í kvöld
Shane Long var hetja Reading í kvöld Mynd/AFP
Shane Long tryggði Reading 2-1 sigur á Plymouth í uppgjöri Íslendingaliðanna í ensku b-deildinni í kvöld. Markið skoraði Long af vítapunktinum á lokamínútu leiksins. Þetta var annað marki Long í leiknum en hann hafði einnig komið Reading í 1-0 á 51. mínútu.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Reading, Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat á bekknum allan tímann en Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leikið vegna meiðsla.

Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Plymouth en liðið hafði unnið 4-1 sigur á Reading í fyrri leik liðanna þar sem Kári var meðal markaskorara.

Reading er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni en Plymouth Argyle er aftur á móti komið í slæma stöðu því liðið er nú átta stigum á eftir Reading og þremur sigurleikjum frá öruggu sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×