Enska úrvalsdeildin: Man. United komið á toppinn Ómar Þorgeirsson skrifar 6. febrúar 2010 17:00 Wayne Rooney fagnar marki sínu gegn Portsmouth í dag. Nordic photos/AFP Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum. United var með þvílíka yfirburði á Old Trafford-leikvanginum að það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna heldur hversu stór sigur United yrði. Hinn frábæri Wayne Rooney opnaði markareikninginn fyrir United með marki á 40. mínútu en þá fylgdu eftir tvö sjálfsmörk hjá gestunum á 45. mínútu og 59. mínútu og vonleysið algjört. Dimitar Berbatov bætti við fjórða markinu áður en enn eitt sjálfsmarkið leit dagsins ljós og staðan orðinn 5-0 á 69. mínútu en það urðu sem segir lokatölur leiksins. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portmouth vegna meiðsla. Hull skaust upp úr fallsæti eftir frækinn 2-1 sigur gegn Manchester City á KC-leikvanginum í dag en heimamenn komust í 2-0 með mörkum Jozy Altidore og George Boateng en Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir gestina. Burnley vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham á Turf Moor-leikvanginum en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley í leiknum. Burnley komst í 2-0 með mörkum frá David Nugent og Danny Fox en Ilan minnkaði muninn fyrir West Ham í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Mido var nálægt því að jafna leikinn fyrir Lundúnafélagið en skot hans í blálok leiksins fór í stöng. Þetta var fyrsti sigur Burnley undir stjórn Brian Laws. Stoke fór á kostum gegn Blackburn og vann 3-0 sigur og náði þar með slíta sig vel frá fallsvæðinu. Danny Higginbotham, Mamady Sidibe og Matthew Etherington skoruðu mörk heimamanna í leiknum. Sunderland og Wigan skildu jöfn 1-1 á Leikvangi Ljóssins en Mohamed Diame kom gestunum yfir áður en Kenwyne Jones jafnaði leikinn og tryggði heimamönnum eitt stig. Þá gerðu Bolton og Fulham markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum en Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton í dag en hann mun hafa meiðst í upphitun. Leikur Tottenham og Aston Villa hefst kl. 17.30 en þar er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Tottenham. Úrslitin í dag: Liverpool-Everton 1-0 1-0 Dirk Kuyt (55.)Bolton-Fulham 0-0Burnley-West Ham 2-1 1-0 David Nugent (14.), 2-0 Danny Fox (55.), 2-1 Ilan (80.)Hull-Manchester City 2-1 1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.)Manchester United-Portsmouth 5-0 1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 sjálfsmark (45.), 3-0 sjálfsmark (59.), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 sjálfsmark (68.)Stoke-Blackburn 3-0 1-0 Danny Higginbotham (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), Matthew Etherington (67.)Sunderland-Wigan 1-1 0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (65.) Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum. United var með þvílíka yfirburði á Old Trafford-leikvanginum að það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna heldur hversu stór sigur United yrði. Hinn frábæri Wayne Rooney opnaði markareikninginn fyrir United með marki á 40. mínútu en þá fylgdu eftir tvö sjálfsmörk hjá gestunum á 45. mínútu og 59. mínútu og vonleysið algjört. Dimitar Berbatov bætti við fjórða markinu áður en enn eitt sjálfsmarkið leit dagsins ljós og staðan orðinn 5-0 á 69. mínútu en það urðu sem segir lokatölur leiksins. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portmouth vegna meiðsla. Hull skaust upp úr fallsæti eftir frækinn 2-1 sigur gegn Manchester City á KC-leikvanginum í dag en heimamenn komust í 2-0 með mörkum Jozy Altidore og George Boateng en Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir gestina. Burnley vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham á Turf Moor-leikvanginum en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley í leiknum. Burnley komst í 2-0 með mörkum frá David Nugent og Danny Fox en Ilan minnkaði muninn fyrir West Ham í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Mido var nálægt því að jafna leikinn fyrir Lundúnafélagið en skot hans í blálok leiksins fór í stöng. Þetta var fyrsti sigur Burnley undir stjórn Brian Laws. Stoke fór á kostum gegn Blackburn og vann 3-0 sigur og náði þar með slíta sig vel frá fallsvæðinu. Danny Higginbotham, Mamady Sidibe og Matthew Etherington skoruðu mörk heimamanna í leiknum. Sunderland og Wigan skildu jöfn 1-1 á Leikvangi Ljóssins en Mohamed Diame kom gestunum yfir áður en Kenwyne Jones jafnaði leikinn og tryggði heimamönnum eitt stig. Þá gerðu Bolton og Fulham markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum en Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton í dag en hann mun hafa meiðst í upphitun. Leikur Tottenham og Aston Villa hefst kl. 17.30 en þar er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Tottenham. Úrslitin í dag: Liverpool-Everton 1-0 1-0 Dirk Kuyt (55.)Bolton-Fulham 0-0Burnley-West Ham 2-1 1-0 David Nugent (14.), 2-0 Danny Fox (55.), 2-1 Ilan (80.)Hull-Manchester City 2-1 1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.)Manchester United-Portsmouth 5-0 1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 sjálfsmark (45.), 3-0 sjálfsmark (59.), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 sjálfsmark (68.)Stoke-Blackburn 3-0 1-0 Danny Higginbotham (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), Matthew Etherington (67.)Sunderland-Wigan 1-1 0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (65.)
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira