Enski boltinn

Sullivan: Starf Zola er ekki í hættu

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Sullivan.
David Sullivan. Nordic photos/AFP

Hinn málglaði David Sullivan, annar eiganda West Ham, hefur neitað sögusögnum í breskum fjölmiðlum þess efnis að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola verði rekinn frá Lundúnafélaginu á næstunni.

Zola gagnrýndi eigendur West Ham fyrir að fara áætlaðar launalækkanir hjá félaginu beint í fjölmiðla daginn fyrir leikinn gegn Burnley á laugardag, sem West Ham svo tapaði.

„Í þau sautján ár sem við vorum hjá Birmingham þá rákum við tvo knattspyrnustjóra. Það er ekki í eðli okkar að reka heldur viljum við styðja við bakið á knattspyrnustjóranum.

Ég er sannfærður um að við munum kynnast öllum hjá West Ham betur það sem eftir lifir keppnistímabilsins og ég er sannfærður um að við náum í sameiningu að hjálpa liðinu að rétta úr kútnum.

Við munum svo fara í mikla vinnu til þess að fá nýja leikmenn til þess að styrkja leikmannahópinn í sumar," segir Sullivan í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×