Enski boltinn

Barca búið að ná munnlegu samkomulagi vð Fabregas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spænska blaðið Sport segir í dag að Barcelona hafi gert munnlegt samkomulag við Cesc Fabregas um að ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Orðrómurinn um að Fabregas sé aftur á leið til liðsins sem hann yfirgaf 16 ára gamall er endalaus og nú er talið að hann hafi stigið fyrsta skrefið í átt að því að fara heim.

Sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum en forráðamenn Barca hafa þó verið drjúgir á að lýsa yfir hrifningu sinni á leikmanninum.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×