Enski boltinn

Grant: Manchester United er einfaldlega betra en við

Ómar Þorgeirsson skrifar
Avram Grant.
Avram Grant. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth er ekki af baki dottinn þrátt fyrir niðurlægjandi 5-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester United í dag.

Portsmouth situr sem fastast á botninum en Grant bíður spenntur eftir því að mæta auðveldari mótherja en United og segir að þeir leikir skipti meira máli.

„Manchester United er einfaldlega betra lið en við. Lífið er stundum erfitt en það verður bara að takast á við það og við náðum reyndar að halda aftur af þeim í fjörtíu mínútur og með smá heppni þá hefðum við kannski getað fengið eitthvað út úr leiknum en ég vill ekki tala um neina óheppni.

Leikirnir gegn United eru ekki þeir leikir sem við þurfum nauðsynlega að vinna. Nú taka við leikir gegn liðum sem við getum unnið," sagði Grant í leikslok í dag en Portsmouth á næst heimaleiki gegn Sunderland og Stoke og útileik gegn Burnley í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×