Enski boltinn

Wenger: Hef engar áhyggjur af því að Fabregas fari

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur neitað því að fyrirliðinn Cesc Fabregas sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Barcelona um að hann gangi í raðir spænska félagsins næsta sumar.

Wenger segir ómögulegt að vita hvað framtíðin beri í skauti sér en ítrekar að ekkert sér til í þessum sögusögnum.

„Ég hef engar áhyggjur af því að Fabregas sé á förum. Ég hef meiri áhyggjur af því að við náum takmörkum okkar og förum að vinna einhverja titla.

Fabregas leggur sig alltaf hundrað prósent fram þegar hann spilar fyrir okkur. Maður veit samt aldrei hvað gerist í framtíðinni, hvað gerist eftir sex mánuði, tvö ár eða fimm ár," sagði Wenger á blaðamannafundi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×