Enski boltinn

Heiðar Helguson skoraði sitt áttunda mark á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/GettyImages
Heiðar Helgason skoraði fyrra mark Watford í 2-0 heimasigri liðsins á Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld en markið skoraði Heiðar með skalla á 14. mínútu leiksins.

Heiðar hefur verið í miklum ham með Watford á tímabilinu en þetta var áttunda mark hans í fimmtán deildarleikjum með liðinu á tímabilinu.

Sigurinn var Watford-liðinu mjög mikilvægur en liðið hafði með honum sætaskipti við Bristol City sem var í 11. sætinu fyrir leikinn, tveimur stigum og einu sæti fyrir ofan Heiðar og félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×