Fleiri fréttir

Fabregas ekki á leið til Real

Cesc Fabregas hjá Arsenal segist ekki vera á leið til Real Madrid þó það sé mikill heiður fyrir sig að vera orðaður við spænska stórliðið. Hann segist fullkomlega sáttur og einbeittur hjá Arsenal.

Drogba kallaður í landsliðið

Didier Drogba hefur veirð kallaður inn í 23 manna landsliðshóp Fílabeinsstrandarinnar fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu þrátt fyrir að vera meiddur á hné. Drogba hefur misst af nokkrum leikjum hjá Chelsea og því eru forráðamenn félagsins eðlilega áhyggjufullir vegna þessa.

Derby kaupir framherja

Botnlið Derby í ensku úrvalsdeildinni hefur gengið frá kaupum á mexíkóska framherjanum Emanuel Villa frá liði UAG Tecos fyrir um 2 milljónir punda. Villa er 25 ára gamall og hefur undirritað þriggja og hálfsárs samning við enska félagið.

Jafnt á Villa Park í hálfleik

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Aston Villa og Manchester United sem er lokaleikurinn í bikartörn dagsins á Englandi. Leikurinn hefur verið frekar bragðdaufur og Villa-menn verið afar varkárir í sínum sóknaraðgerðum.

Isaksson má fara

Sven Göran Eriksson, stjóri Manchester City, segir að markverðinum Andreas Isaksson sé frjálst að yfirgefa félagið. Þessi 26 ára Svíi er varamarkvörður fyrir Joe Hart.

Danny Mills lánaður til Derby

Varnarjaxlinn Danny Mills mun klára tímabilið með Derby í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann var lánaður þangað frá Manchester City.

Butt: Allardyce má ekki fara

Nicky Butt hefur komið knattspyrnustjóra sínum hjá Newcastle, Sam Allardyce, til varnar og segir að félagið verði að halda tryggð við hann.

Hutton hafnaði Tottenham

Varnarmaðurinn Alan Hutton hefur hafnað því að ganga til liðs við Tottenham sem hefur átt í viðræðum við Rangers um kaup á honum fyrir átta milljónir punda.

Hverjir fá tækifæri hjá Capello?

Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska.

Ivanovic á leið til Chelsea

The Sun greinir frá því að serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic sé á leið til Chelsea. Blaðið segir að leikmaðurinn muni koma til London á næstu dögum og skrifa undir samning.

Scholes farinn að æfa á ný

Miðjumaðurinn Paul Scholes er farinn að æfa á ný með Manchester United og reiknar með að vera orðinn keppnisfær í lok mánaðarins.

Barton laus gegn tryggingu

Joey Barton hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Honum var fyrr í dag neitað að losna úr fangelsinu, en eftir klukkustundar réttarhöld nú síðdegis samþykkti dómari að leysa hann úr haldi. Hann mætir aftur fyrir rétt þann 16. janúar.

Pandev í stað Berbatov?

Enginn knattspyrnumaður á Englandi fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum í fjölmiðlum þar í landi þessa dagana en Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Daily Mail hefur sýnar skoðanir á framtíð framherjans snjalla.

Everton kaupir ungan varnarmann

Everton hefur náð samkomulagi við Plymouth um kaup á varnarmanninum Dan Gosling sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Plymouth aðeins 16 ára gamall. Hann á að baki 10 leiki fyrir liðið og hefur átt sæti í yngri landsliðum Englands.

Barton grætur af hræðslu í fangelsinu

Svo virðist sem Joey Barton hjá Newcastle sé ekki sami harðjaxlinn í fangelsinu og á knattspyrnuvellinum, en breska blaðið Sun segir hann í mikilli krísu í fangavistinni.

Laurent Robert til reynslu hjá Derby

Vængmaðurinn skrautlegi Laurent Robert hefur verið fenginn til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Derby County. Robert er nýhættur að spila með Levante á Spáni en lék áður m.a. með Newcastle á Englandi.

Engar viðræður í gangi um Anelka

Gary Megson, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki rétt að félagið sé í viðræðum við Chelsea um sölu á franska framherjanum Nicolas Anelka. Leikmaðurinn sjálfur hélt því fram í viðtali við franska miðla í gær. "Ég vona að af þessu verði," sagði Anelka.

Vill ljúka ferlinum hjá Chelsea

Frank Lampard hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína ef marka má viðtal við kappann í London Evening Standard. "Ég vil ljúka ferlinum hjá Chelsea, það er það eina sem ég vil," sagði Lampard, en samningaviðræður milli hans og Chelsea hafa gengið illa undanfarin misseri.

Barton verður áfram í fangelsi

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að dúsa í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir um miðjan mánuðinn eftir að dómari neitaði að sleppa honum lausum gegn tryggingu í dag.

Wise elti 13 ára grjótkastara

Dennis Wise, stjóri Leeds á Englandi, hefur verið yfirheyrður af lögreglu eftir viðskipti sín við 13 ára gamlan grjótkastara í Leeds á nýársdag.

Engin harðstjórn á Old Trafford

Talsmenn Manchester United vilja ekki kannast við fullyrðingar stuðningsmanna félagsins að þeir þori ekki að láta mikið til sín taka á leikjum af ótta við að vera vísað af vellinum.

Mascherano orðaður við Juventus

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Juventus væri á höttunum eftir miðjumanninum Javier Mascherano hjá Liverpool. Argentínumaðurinn á aðeins nokkra mánuði eftir af lánssamningi sínum við þá rauðu.

Boro skortir metnað

Framherjinn Yakubu hjá Everton gagnrýnir fyrrum félaga sína hjá Middlesbrough harðlega og segir félagið skorta metnað til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni.

Petrov ýtir undir orðróm um landa sinn

Stilian Petrov, leikmaður Aston Villa og fyrrum fyrirliði Búlgaríu, gerði lítið til að kæfa orðróminn um að landi hans Dimitar Berbatov hjá Tottenham sé á leið frá liðinu.

Hughes neitaði tilboði Sunderland í Savage

Mark Hughes, stjóri Blackburn, neitaði kauptilboði Sunderland í miðjumanninn Robbie Savage, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi verið úti í kuldanum að undanförnu.

Benitez: Eigum enn möguleika á titlinum

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að hans menn í Liverpool eigi möguleika á titlinum þrátt fyrir að vera nú 12 stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 1-1 jafntefli við Wigan í gærkvöldi.

Ég er undir þrýstingi

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, viðurkennir fúslega að stóll hans sé farinn að hitna eftir þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli.

Mörkin úr enska komin á Vísi

Hægt er að sjá samantektir úr öllum leikjunum 1. og 2. janúar með því að smella á „Brot úr leikjum" undir „VefTV" sem er hægra megin á íþróttavef Vísis.

Benítez: Hugsum núna um FA bikarinn

Eftir að Liverpool náði aðeins stigi gegn Wigan í kvöld eru margir á því að liðið sé búið að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Titus Bramble tryggði Wigan stig á Anfield

Liverpool er að missa af lestinni í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk aðeins stig gegn Wigan á heimavelli. Wigan var í fallsæti fyrir leikinn en hann endaði 1-1.

City sótti þrjú stig til Newcastle

Newcastle tapaði í kvöld fyrir Manchester City 0-2 í ensku úrvalsdeildinni. Eftir þessi úrslit hitnar enn frekar undir Sam Allardyce.

Everton mun flytja til Kirkby

Stjórn Everton lagði í dag fram áætlanir sínar um nýjan heimavöll liðsins. Völlurinn verður byggður fyrir utan Liverpool eða í smábænum Kirkby sem er rétt fyrir utan borgina.

Anelka vill fara til Chelsea

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka hefur gefið það út að hann vilji fara til Chelsea. Þeir bláklæddu ætla að styrkja sóknarlínu sína í janúar og hafa sterklega verið orðaðir við Anelka.

Gallas: Munum sakna Toure

William Gallas, fyrirliði toppliðs Arsenal, segir að liðið muni sakna Kolo Toure meðan hann verður í Afríkukeppninni sem fram fer í Gana.

Derby að fá Argentínumann

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby County, reiknar með því að ganga frá kaupum á argentínska sóknarmanninum Emanuel Villa á morgun.

Það besta sem gat gerst

Sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz segir að félagaskipti sín til Blackburn það besta sem gerst gat á hans ferli.

Fjórir leikir í kvöld

Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum.

Meiðsli Tevez ekki alvarleg

Meiðslin sem argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez hlaut í gær eru ekki alvarleg. Manchester United hefur staðfest þetta.

Berbatov er leikmaður 20. umferðar

Það var hreint ótrúlegur leikur um helgina þegar Tottenham vann Reading í tíu marka leik, 6-4. Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov var sjóðheitur í liði Tottenham og skoraði fjögur af mörkunum.

Sjá næstu 50 fréttir