Enski boltinn

Butt: Allardyce má ekki fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce hefur mátt þola mikla gagnrýni í Newcastle.
Sam Allardyce hefur mátt þola mikla gagnrýni í Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Nicky Butt hefur komið knattspyrnustjóra sínum hjá Newcastle, Sam Allardyce, til varnar og segir að félagið verði að halda tryggð við hann.

Allardyce viðurkenndi sjálfur að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting í sínu starfi eftir að Newcastle tapaði fyrir Manchester City í vikunni. Það var þriðji tapleikur Newcastle í röð.

„Ekkert breytist nema að honum verði gefinn tími og svigrúm," sagði Butt. „Ég hef verið hér í þrjú og hálft ár og hef verið með fjóra knattspyrnustjóra á þeim tíma. Fyrr eða síðar kemur að því að menn ákveði að halda sér við einn ákveðinn mann."

Newcastle mætir Stoke City í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar um helgina en Stoke hefur átt góðu gengi að fagna í ensku B-deildinni að undanförnu.

Máli sínu til stuðnings bendir Butt á stóru félögin eins og Arsenal og Manchester United þar sem sami knattspyrnustjórinn hefur verið við völd til margra ára.

„Ef við gerum eins er ég viss um að stöðugleikinn komi. Þessa stundina á liðið erfitt uppdráttar en við leikmenn verðum að fá að axla okkar ábyrgð. Það hefur verið ýmislegt jákvætt við okkar leik að undanförnu og við verðum einfaldlega að halda áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×