Enski boltinn

Ég er undir þrýstingi

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, viðurkennir fúslega að stóll hans sé farinn að hitna eftir þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli.

Stjórnarformaður Newcastle hefur lýst yfir stuðningi við Allardyce en Stóri-Sam gerir sér fyllilega grein fyrir því að starf hans gæti verið í hættu.

"Það er fínt að njóta stuðnings, en þegar allt er talið er pressan að aukast. Lið eins og okkar á akki að tapa þremur leikjum í röð og ég er ekki svo vitlaus að halda að ég geti haldið starfi mínu áfram ef við gerum ekki annað en að tapa," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×