Hverjir fá tækifæri hjá Capello? Elvar Geir Magnússon skrifar 3. janúar 2008 21:00 Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili. Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili.
Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira