Enski boltinn

Danny Mills lánaður til Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mills reynir að ræða málin við Rob Styles knattspyrnudómara í leik með Charlton í haust.
Mills reynir að ræða málin við Rob Styles knattspyrnudómara í leik með Charlton í haust. Nordic Photos / Getty Images

Varnarjaxlinn Danny Mills mun klára tímabilið með Derby í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann var lánaður þangað frá Manchester City.

Mills hefur ekki spilað með City síðan í ágúst árið 2006 en hann var í láni hjá Charlton fyrri hluta núverandi tímabils.

Hann gekk til liðs við City frá Leeds árið 2004 og á að baki nítján landsleiki með Englandi. Hann var til að mynda fastamaður í byrjunarliði Englands á HM 2002 en Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, var þá við stjórnvölinn hjá enska landsliðinu.

„Reynsla hans og fjölhæfni mun reynast okkur afar dýrmæt," sagði Paul Jewell, stjóri Derby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×