Enski boltinn

Engin harðstjórn á Old Trafford

Nordic Photos / Getty Images

Talsmenn Manchester United vilja ekki kannast við fullyrðingar stuðningsmanna félagsins að þeir þori ekki að láta mikið til sín taka á leikjum af ótta við að vera vísað af vellinum.

Sir Alex Ferguson gagnrýndi stuðningsmennina harðlega eftir leikinn gegn Birmingham á dögunum þar sem hann líkti stemmingunni á pöllunum við jarðarför.

Talsmaður stuðningsmanna hélt því þá fram að þetta stafaði af ótta áhorfenda við herta öryggisgæslu á vellinum.

Forráðamenn Manchester United blása á þessar yfirlýsingar og bentu í dag á þá staðreynd að aðeins þremur stuðningsmönnum hafi verið vísað frá Old Trafford vegna óláta í síðustu fjórum heimaleikjum liðsins síðan fyrir jól.

Þá hafa sumir stuðningsmanna United lýst yfir áhyggjum sínum af því að sífellt hærra hlufall áhorfenda á Old Trafford sé viðskiptamenn sem koma þangað á boðsmiðum frá stuðningsaðilum félagsins.

Þessu hafna forráðamenn félagsins líka og segja að jafnan sé 86% þeirra sem sitja á Old Trafford ósköp venjulegir stuðningsmenn sem kaupa miða eins og annað fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×