Enski boltinn

Fabregas ekki á leið til Real

Fabregas hefur lengi verið orðaður við Real Madrid
Fabregas hefur lengi verið orðaður við Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Cesc Fabregas hjá Arsenal segist ekki vera á leið til Real Madrid þó það sé mikill heiður fyrir sig að vera orðaður við spænska stórliðið. Hann segist fullkomlega sáttur og einbeittur hjá Arsenal.

"Ég hef ekki hugmynd um það," sagði Spánverjinn ungi þegar AS spurði hann um áhuga Real á því að kaupa hann næsta sumar. "Það er ekki nema janúar núna og ég veit ekki um nein fyrirhuguð tilboð. Allir vita að það gleður mig að vera orðaður við lið eins og Real en núna er ég hjá Arsenal og vil fyrst og fremst reyna að vinna úrvalsdeildina," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×