Enski boltinn

Petrov ýtir undir orðróm um landa sinn

NordicPhotos/GettyImages

Stilian Petrov, leikmaður Aston Villa og fyrrum fyrirliði Búlgaríu, gerði lítið til að kæfa orðróminn um að landi hans Dimitar Berbatov hjá Tottenham sé á leið frá liðinu.

Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag og eftir leikinn sagðist Petrov skilja þá stöðu sem framherjinn væri kominn í hjá Tottenham.

"Dimitar hefur verið mjög hættulegur síðustu tvö tímabil og ég skil vel að hann hafi mikinn metnað. Ég vona að hann verði hamingjusamur þegar þetta er afstaðið, því hann er undir mikilli pressu núna vegna orðróms um framtíð hans. Það er mikilvægt að leikmenn séu ánægðir og ég veit að hann mun taka rétta ákvörðun um framtíð sína," sagði Petrov í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×