Enski boltinn

Það besta sem gat gerst

Elvar Geir Magnússon skrifar
Santa Cruz er einn allra sterkasti skallamaðurinn í ensku deildinni.
Santa Cruz er einn allra sterkasti skallamaðurinn í ensku deildinni.

Sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz segir að félagaskipti sín til Blackburn það besta sem gerst gat á hans ferli.

Þessi paragvæski leikmaður kom til Blackburn frá þýska liðinu Bayern München í sumar og hefur síðan skorað fjórtán mörk fyrir enska liðið.

„Fleiri lið höfðu áhuga á mér en ég valdi Blackburn eftir að hafa rætt við knattspyrnustjórann og heyrt hans hugmyndir. Þetta var mikilvæg ákvörðun fyrir mig og ég er ánægður með hana," sagði Santa Cruz.

„Bayern vildi halda mér en bara til að hafa mig á bekknum. Ég vissi að vegna meiðsla sem ég var að ganga í gegnum þurfti ég að fara að spila á fullum krafti til að ná mér. Hér fékk á fullt traust."

„Eftir að hafa búið í Englandi í nokkra mánuði þá er mér farið að líða eins og heima. Þetta var það besta sem gat gerst fyrir mig þar sem ég var of lengi hjá Bayern," sagði Santa Cruz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×