Enski boltinn

Meiðsli Tevez ekki alvarleg

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tevez fagnaði marki sínu gegn Birmingham í gær með því að skella upp í sig snuði.
Tevez fagnaði marki sínu gegn Birmingham í gær með því að skella upp í sig snuði.

Meiðslin sem argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez hlaut í gær eru ekki alvarleg. Manchester United hefur staðfest þetta.

Tevez skoraði sigurmark United gegn Birmingham en það var haldið á honum inn í búningsklefa eftir leikinn. Komið hefur ljós að ekkert brein er brotið en það er þó reiknað með að Tevez missi af bikarleik gegn Aston Villa um næstu helgi.

Wayne Rooney verður þó líklega með United í þeim leik en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×