Enski boltinn

Drogba kallaður í landsliðið

NordicPhotos/GettyImages

Didier Drogba hefur veirð kallaður inn í 23 manna landsliðshóp Fílabeinsstrandarinnar fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu þrátt fyrir að vera meiddur á hné. Drogba hefur misst af nokkrum leikjum hjá Chelsea og því eru forráðamenn félagsins eðlilega áhyggjufullir vegna þessa.

Drogba lýsti því yfir í viðtali á sjónvarpsstöð Chelsea í dag að hann væri óðum að ná sér eftir hnéaðgerðina sem hann fór í snemma í desember. "Þetta er erfð staða fyrir mig en hnéð er í góðu standi og ég vonast til að geta spilað aðeins fyrir Chelsea áður en ég fer í Afríkukeppnina," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×