Enski boltinn

Ferguson hafnaði tilboði Newcastle í Wes Brown

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wes Brown hafnaði samningstilboði frá United.
Wes Brown hafnaði samningstilboði frá United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson greindi frá því í dag að Manchester United hafi hafnað tilboði Newcastle í varnarmanninn Wes Brown.

Núverandi samningur Brown við United rennur út í lok tímabilsins og hefur Brown þegar hafnað nýju samningstilboði.

„Málið hvílir hjá Wes og umboðsmanni hans,“ sagði Ferguson. „Við fengum fyrirspurn frá Newcastle vegna hans en gáfum félaginu afsvar. Okkar samningstilboð stendur enn og undir Wes komið hvað hann gerir.“

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er í miklum vandræðum með varnarmenn sína þar sem þeir Habib Beye og Abdoulaye Faye fara frá liðinu í næstu viku til að taka þátt í Afríkukeppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×