Enski boltinn

Anelka vill fara til Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nicolas Anelka er á óskalista Chelsea.
Nicolas Anelka er á óskalista Chelsea.

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka hefur gefið það út að hann vilji fara til Chelsea. Þeir bláklæddu ætla að styrkja sóknarlínu sína í janúar og hafa sterklega verið orðaðir við Anelka.

„Það eru viðræður í gangi og ég vona að þær muni bera árangur. Minn vilji er að spila í Meistaradeildinni," sagði Anelka í viðtali við fjölmiðla í Frakklandi.

Talið er að erfiðlega gangi milli Bolton og Chelsea að komast að samkomulagi um kaupverðið á Anelka. Bolton vill víst fá a.m.k. um tuttugu milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Ég hef litlar áhyggjur. Ef ekkert gerist og ég verð áfram hjá Bolton þá er það engin refsing. Mér líður vel hjá Bolton," sagði Anelka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×