Enski boltinn

City sótti þrjú stig til Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Elano fagnar marki sínu.
Elano fagnar marki sínu.

Newcastle tapaði í kvöld fyrir Manchester City 0-2 í ensku úrvalsdeildinni. Eftir þessi úrslit hitnar enn frekar undir Sam Allardyce, stjóra Newcastle, en stjórn félagsins er ekki sátt við spilamennsku liðsins á tímabilinu.

Leikmenn Newcastle geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð að skora en þeir fengu svo sannarlega færin til þess. Þeir voru betri í fyrri hálfleiknum en eina markið fyrir hlé skoraði hinn brasilíski Elano.

Michael Owen kom inn sem varamaður í hálfleik en náði ekki að færa aukið líf í sókn Newcastle. Þegar Fernando Gelson bætti við marki fyrir City voru margir stuðningsmenn heimaliðsins sem stóðu upp og yfirgáfu sæti sín samstundis.

Newcastle er í ellefta sæti deildarinnar en City komst upp í 39 stig með þessum sigri og er fimm stigum á eftir Chelsea sem er í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×