Enski boltinn

Hutton hafnaði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Hutton hefur verið öflugur á leiktíðinni með Rangers.
Alan Hutton hefur verið öflugur á leiktíðinni með Rangers. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Alan Hutton hefur hafnað því að ganga til liðs við Tottenham sem hefur átt í viðræðum við Rangers um kaup á honum fyrir átta milljónir punda.

Hutton skrifaði undir fimm ára samning við Rangers í júlí síðastliðnum og hefur staðið sig einkar vel á tímabilinu, bæði með félaginu sem og skoska landsliðinu.

Hann er 23 ára gamall og hefur einnig verið orðaður við Newcastle.

„Ég vil að hann verði lengi hjá Rangers og vinni marga titla með liðinu," sagði Ally McCoist, stjóri Rangers. „Ég efast ekki um að Alan eigi eftir að ná mjög langt en hann getur náð langt með Rangers. Við viljum ekki missa leikmenn sem eru jafn hæfileikaríkir og hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×