Enski boltinn

Barton verður áfram í fangelsi

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að dúsa í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir um miðjan mánuðinn eftir að dómari neitaði að sleppa honum lausum gegn tryggingu í dag.

Barton var handtekinn þann 27. desember eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás í miðborg Liverpool. Hann kom fyrir rétt í gegn um myndbandsupptöku í dag og þar var ákæran gegn honum þyngd.

Verjendur Barton ætla að reyna að áfrýja þessum úrskurði, en ef þeir hafa ekki erindi sem erfiði þarf leikmaðurinn að dúsa í grjótinu til 16. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×