Enski boltinn

Gallas: Munum sakna Toure

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kolo Toure er á leið í Afríkukeppnina.
Kolo Toure er á leið í Afríkukeppnina.

William Gallas, fyrirliði toppliðs Arsenal, segir að liðið muni sakna Kolo Toure meðan hann verður í Afríkukeppninni sem fram fer í Gana.

Arsenal verður án Toure í næstu leikjum þar sem hann er að fara að leika með Fílabeinsströndinni.

„Kolo er virkilega sterkur leikmaður og mjög mikilvægur fyrir liðið. Hann býr yfir mörgum kostum og sambandið milli okkar hefur verið einstaklega gott. Við munum sakna hans en ég get ekki svarað strax hversu mikið," segir Gallas.

„Tímabilið hefur verið frábært hingað til og við erum þar sem við viljum vera, á toppnum. Þar ætlum við að vera til enda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×