Enski boltinn

Grant sagður óttast að Terry verði frá út tímabilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri Chelsea.
Avram Grant, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

The Sun segir í dag að Avram Grant óttist mjög að John Terry verði frá út allt tímabilið vegna ökklameiðslanna sinna.

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic er sagður vera á leið til Chelsea fyrir 8,9 milljónir punda frá Lokomotiv Moskvu og er hugsaður sem staðgengill Terry í vörn Chelsea.

Meiðslin sem Terry hlaut munu vera afar viðkvæm og má ekkert út af bregða í bataferlinu ef hann á ekki að vera frá í lengri tíma.

The Sun segir að Grant ætli að eyða um 50 milljónum punda í janúarglugganum. Efstir á óskalistanum eru þeir Nicolas Anelka, Dimitar Berbatov og Diniyar Bilyaletdinov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×