Enski boltinn

Scholes farinn að æfa á ný

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes.

Miðjumaðurinn Paul Scholes er farinn að æfa á ný með Manchester United og reiknar með að vera orðinn keppnisfær í lok mánaðarins. Hann gæti leikið með United gegn Portsmouth þann 30. janúar.

Þessi 33 ára leikmaður skaddaði liðbönd á hné fyrir tveimur mánuðum og hefur verið frá síðan. Brasilíumaðurinn Anderson hefur fyllt hans skarð og leikið frábærlega fyrir Englandsmeistarana.

„Það hefur verið ansi pirrandi að hafa þurft að horfa á leikina upp í stúku. En maður verður að vera þolinmóður," sagði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×