Fjórir leikir í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2008 15:15 Heskey gæti leikið með Wigan í kvöld gegn sínu fyrrum félagi. Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira