Fjórir leikir í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2008 15:15 Heskey gæti leikið með Wigan í kvöld gegn sínu fyrrum félagi. Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton. Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton.
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira