Fjórir leikir í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2008 15:15 Heskey gæti leikið með Wigan í kvöld gegn sínu fyrrum félagi. Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton. Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton.
Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira