Enski boltinn

Isaksson má fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Isaksson hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá City.
Isaksson hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá City.

Sven Göran Eriksson, stjóri Manchester City, segir að markverðinum Andreas Isaksson sé frjálst að yfirgefa félagið. Þessi 26 ára Svíi er varamarkvörður fyrir Joe Hart.

Eriksson fundaði með Isaksson í dag og þar tilkynnti sá fyrrnefndi að hann myndi ekki standa í veginum ef Isaksson vill losna frá City.

„Isaksson hefur verið að gera góða hluti og leggur sig fram á æfingum. Ef hann vill fara þá sýnum við því skilning. Þetta er algjörlega í okkar höndum," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×