Enski boltinn

Barton grætur af hræðslu í fangelsinu

Barton er kallaður "drulla jarðar" í fangelsinu
Barton er kallaður "drulla jarðar" í fangelsinu NordicPhotos/GettyImages

Svo virðist sem Joey Barton hjá Newcastle sé ekki sami harðjaxlinn í fangelsinu og á knattspyrnuvellinum, en breska blaðið Sun segir hann í mikilli krísu í fangavistinni.

Í dag kom í ljós að Barton þarf líklega að dúsa í fangelsi í það minnsta til 16. janúar og heimildamenn Sun segja leikmanninn hafa tekið þeim tíðindum afar illa. Hann er sagður gráta í klefa sínum og óttast mjög um öryggi sitt innan um samfanga sína. The Sun segir að hann eyði öllum vasapeningum sínum í sígarettur og annan varning til að kaupa sér frið frá bullunum í fangelsinu.

"Joey er lafhræddur af því hann er augljóst skotmark þarna inni, verandi frægur og ríkur knattspyrnumaður. Það vekur skelfingu hjá honum að klára peningana því þá getur hann ekki keypt sig út úr því að verða laminn. Hann er kannski stór kall úti á vellinum, en það hefur lítið að segja inni í fangelsinu," sagði heimildamaður Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×