Fleiri fréttir

Allardyce ósáttur við tafir í máli Joey Barton

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er orðinn gramur yfir því hve illa gengur að ná 5,5 milljón punda kaupum félagsins á Joey Barton í gegn. Deilur standa yfir milli Newcastle og Manchester City vegna 300,000 punda klásúlu í samningi leikmannsins.

Tevez hefur áhuga á Inter

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham segist hafa heyrt af því að Inter Milan á Ítalíu hafi áhuga á að fá sig í sínar raðir. Það þykir honum áhugavert þar sem fyrir hjá liðinu eru þrír af félögum hans í landsliðinu, þeir Hernan Crespo, Julio Cruz og Walter Samuel.

Umboðsmenn Henry æfir út í France Football

Umboðsmenn knattspyrnumannsins Thierry Henry hjá Arsenal íhuga málsókn á hendur France Football vegna fréttar sem blaðið birti í dag og hélt því fram að Henry hefði samþykkt að ganga í raðir Barcelona á Spáni. Umboðsmennirnir lýsa fréttinni sem bulli og ætla að leita réttar síns gegn franska blaðinu.

Segir Henry hafa samþykkt að fara til Barcelona

Franska blaðið France Football hefur eftir heimildamanni sínum í dag að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hafi samþykkti að gera þriggja ára samning við Barcelona. Fari svo að Arsenal samþykki kauptilboð spænska félagsins, gæti Henry orðið leikmaður Barcelona innan skamms.

Hasselbaink íhugar að spila með Levski Sofia

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem síðast lék með Charlton á Englandi, segist alvarlega vera að íhuga að taka tilboði um að leika með búlgarska liðinu Levski Sofia. Hann segist hafa neitað fimm tilboðum frá liðum á Englandi.

Sunderland kaupir Greg Halford

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur gengið frá kaupum á Greg Halford frá Reading fyrir 3,5 milljónir punda og stóðst hann læknisskoðun hjá félaginu í dag. Halford spilaði aðeins þrjá leiki með Reading á síðustu leiktíð en Keane er mjög hrifinn af hinum fjölhæfa 22 ára gamla leikmanni.

Vieira: Horfið til Englands

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum.

Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin

Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska blaðið News of the World fullyrðir að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á argentínska framherjanum Carlos Tevez frá West Ham, en megi þar eiga von á harðri samkeppni frá ítölsku meisturunum í Inter Milan.

Allardyce: Owen fer ef hann kærir sig um það

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen geti farið frá Newcastle ef honum sýnist svo. "Michael er með ákvæði í samningi sínum sem leyfir honum að fara ef ákveðið hátt tilboð berst í hann og því get ég ekki haldið honum. Við erum að græða á svona ákvæði með Joey Barton og gætum því allt eins tapað á því með Michael," sagði Allardyce.

Wenger ætlar að standa við samning sinn

Arsene Wenger segist ætla að standa við samning sinn við Arsenal en hann gildir út næsta ár. Mikið hefur verið rætt um framtíð Wenger og Thierry Henry hjá félaginu undanfarið, en stjórinn segist ekki ætla að byrja að taka upp á því að svíkja samninga á gamalsaldri.

Aliadiere fer til Middlesbrough

Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að félagið hafi náð samkomulagi við Arsenal um kaup á franska framherjanum Jeremie Aliadiere. Hinn 24 ára gamli framherji hefur verið í herbúðum Arsenal lengur en flestir aðrir núverandi leikmenn liðsins, en hefur fá tækifæri fengið hjá Arsene Wenger.

Slúðrið á Englandi í dag

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, er nefndur á nafn í ensku slúðurblöðunum í dag þar sem Daily Express fullyrðir að hann hafi áhuga á að taka við liði Motherwell í Skotlandi. Ekkert mun vera til í þessum skrifum blaðsins, en að venju er af nógu að taka í bresku pressunni þennan daginn.

Ensku landsliðsmennirnir gjafmildir

Leikmenn enska knattspyrnulandsliðsins ætla að spila frítt fyrir þjóð sína fram að HM í Suður-Afríku árið 2010. Þeir hafa nú stofnað sjóð um laun sín sem notaður verður til að gefa til góðgerðamála og talið er að um ein milljón punda muni safnast fram að HM.

Robben með nýjan samning á borðinu

Umboðsmaður og faðir hollenska knattspyrnumannsins Arjen Robben hjá Chelsea segir son sinn vera langt kominn með að undirrita nýjan fimm ára samning við Lundúnaliðið. Forráðamenn Real Madrid lýstu því yfir í gær að þeir ættu í viðræðum um kaup á leikmanninum og vöktu þær yfirlýsingar litla hrifningu í herbúðum Chelsea.

Bolton kaupir Gavin McCann

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton gekk í dag frá kaupum á öðrum leikmanni Aston Villa á skömmum tíma þegar það fékk til sín miðjumanninn Gavin McCann fyrir óuppgefna upphæð. McCann er 29 ára gamall og fer til Bolton ásamt félaga sínum Jlloyd Samuel sem einnig hefur kosið að fara frá Villa.

Beckham varaður við stífum flugferðum

Sérfræðingur í flugfræðum hefur varað David Beckham við því að fljúga stíft milli Bandaríkjanna og Evrópu ef hann ætli sér að spila með enska landsliðinu áfram í undankeppni EM. Hann segir Beckham eiga á hættu að fá blóðtappa í lappirnar sem gæti orðið til þess að hann gæti ekki gengið á ný.

Henry spenntur yfir áhuga AC Milan

Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú varpað meiri óvissu á framtíð sína hjá félaginu eftir að hann viðurkenndi að það hefði verið sér gríðarlegt áfall þegar stjórnarformaðurinn David Dein hætti á dögunum. Hann viðurkennir að meintur áhugi AC Milan á að fá hann í sínar raðir vekji forvitni sína.

Alonso framlengir við Liverpool til 2012

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hefur framlengt samning sinn við Liverpool til ársins 2012. Þessi 25 ára gamli leikmaður hafði verið orðaður við nokkur félög i sumar en hefur nú bundist liðinu til fimm ára. "Ég vissi af áhuga nokkurra liða en það var aldrei á dagskránni að fara héðan," sagði Alonso sem gekk í raðir Liverpool frá Sociedad árið 2004.

Slúðrið á Englandi í dag

Miðjumaðurinn Florent Malouda hjá Lyon er heitasta nafnið í slúðrinu á Englandi í dag. Þessi sterki miðjumaður var kjörinn leikmaður ársins í Frakklandi fyrir skömmu og er nú orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal. Leikmaðurinn sjálfur lýsti því yfir í dag að hann væri heitur fyrir því að ganga í raðir Liverpool.

Viduka gerði tveggja ára samning við Newcastle

Mark Viduka er formlega genginn í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og nú síðdegis skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun. Hann er 31 árs gamall og hefur verið einn fremsti markaskorari úrvalsdeildarinnar á síðustu árum. Hann mun keppa um sæti í framlínu Newcastle við þá Michael Owen, Shola Ameobi og Obafemi Martins.

Owen ánægður með markametið

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle og enska landsliðinu var að vonum kátur í gærkvöldi þegar hann skoraði þriðja mark Englendinga í 3-0 sigri liðsins á Eistum í undankeppni EM. Þetta var 23. mark hans fyrir landsliðið í alvöru landsleik og fór hann þar með einu marki fram úr markamaskínunni Gary Lineker.

Chelsea ætlar að klaga Real Madrid

Ummæli forseta Real Madrid í dag varðandi áhuga félagsins á Arjen Robben hafa vakið hörð viðbrögð forráðamanna Chelsea. Félagið hefur í hyggju að kæra Real Madrid til FIFA fyrir að hafa ólöglegt samband við samningsbundinn leikmann.

Eggert bjartsýnn á að halda Tevez

Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára.

Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle

Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið.

Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben

Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan.

Reina framlengir við Liverpool

Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid.

Nani stóðst læknisskoðun

Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum.

West Ham fær Parker

West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni.

Fabregas hefur miklar áhyggjur af framtíðinni

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal virðist vera farinn að sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á árinu, því hann segist 90% viss um að fara frá félaginu ef Arsene Wenger knattspyrnustjóri hætti störfum.

Foster þarf í uppskurð

Markvörðurinn Ben Foster hjá Manchester United getur ekki leikið með liði sínu í upphafi næstu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð vegna hnémeiðsla. Foster stóð sig vel þegar hann var í láni hjá Watford í vetur og er inni í enska landsliðshópnum.

Slúðrið á Englandi í dag

Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna.

Aston Villa býður 7 milljónir punda í Reo-Coker

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gerði í dag 7 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn Nigel Reo-Coker hjá West Ham. Leikmaðurinn hafði fyrir nokkrum dögum farið fram á að verða seldur frá félaginu og var í kjölfarið settur á hann 8 milljóna punda verðmiði. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham, Arsenal og Newcastle.

Fabregas óttast að missa Henry

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist óttast að félagi hans Thierry Henry muni ganga í raðir Barcelona í sumar. Vitað er af áhuga Katalóníuliðsins á framherjanum skæða og Fabregas segir að það gæti reynst félaga sínum of freistandi að reyna fyrir sér á Spáni.

Viduka á leið til Newcastle

Framherjinn Mark Viduka hjá Middlesbrough er nú sagður vera við það að ganga í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 31 árs gamli Ástrali hefur enn ekki framlengt samning sinn við Boro og hefur neitað öllum tilboðum félagsins til þessa. Fjöldi liða á Englandi hafa verið orðuð við framherjann, þar á meðal Birmingham, Portsmouth og West Ham. Viduka skoraði 19 mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð.

Barton í læknisskoðun hjá Newcastle

Joey Barton sást í dag með Sam Allardyce, stjóra Newcastle, og er hann talinn vera að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Þetta þýðir að allt bendi til að Barton muni velja Newcastle fram yfir West Ham.

Aston Villa að undirbúa tilboð í Sneijder

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, mun á næstu dögum leggja fram tilboð í miðjumanninn Wesley Sneijder hjá Ajax í Hollandi. Sneijder var á leiðinni til Valencia en ekkert varð úr þeim kaupum.

Harewood að yfirgefa West Ham

Það er alltaf nóg að gerast í herbúðum West Ham, en nú hefur einum framherja liðsins, Marlon Harewood, hefur verið sagt að hann sé ekki inni í framtíðarplani Alan Curbishley.

Newcastle fær leyfi til að ræða við Barton

Það lítur allt út fyrir að Newcastle United sé að vinna kapphlauðið um ólátabelginn Joey Barton. Nú hefur Newcastle fengið leyfi frá Manchester City til að ræða við Barton en þetta kemur fram á sjónvarpsstöðinni Sky. West Ham hefur einnig verið á eftir Barton en virðast vera að missa af lestinni.

Gerrard segir sig og Lampard spila vel saman

Steven Gerrard segir að hann og félagi hans í Enska landsliðinu, Frank Lampard, hafi sannað það fyrir öllum í vináttuleiknum gegn Brasilíu á föstudag að þeir geti vel spilað saman.

Wigan fær Sibierski

Antoine Sibierski skrifaði í dag undir 2 ára samning við Wigan. Þetta er annar leikmaðurinn sem að Wigan semur við í dag, en Titus Bramble skrifaði undir samning við félagið í morgun.

Gerrard og Carragher búnir að gera nýjan samning

Steven Gerrard og Jamie Carragher skrifuðu undir nýjan samning við Liverpool í dag. Gerrard og Carragher hafa verið lykilmenn í liði Liverpool síðastliðin ár og hjálpuðu liðinu meðal annars að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

West Ham ætla að reyna að fá Barton

Samkvæmt SkySports.com ætlar West Ham að veita Newcastle samkeppni um að fá Joey Barton til liðs við sig. West Ham, sem að öllum líkindum festir kaup á leikmanni Newcastle í dag, Scott Parker, er sagt ætla að bjóða 5.5 milljónir punda í leikmanninn.

Búist við að Parker og Barton færi sig um set á morgun

Búist er við að Joey Barton skrifi undir samning hjá Newcastle á morgun en það fer þó eftir því að leikmaður Newcastle, Scott Parker, skrifi undir hjá West Ham áður. Joey Barton, sem hefur vakið mikla athygli fyrir hegðun sína spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir