Enski boltinn

Hasselbaink íhugar að spila með Levski Sofia

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem síðast lék með Charlton á Englandi, segist alvarlega vera að íhuga að taka tilboði um að leika með búlgarska liðinu Levski Sofia. Hann segist hafa neitað fimm tilboðum frá liðum á Englandi.

"Ég er að íhuga tilboð Sofia alvarlega því það væri spennandi að spila í Meistaradeildinni undir stjórn Stanimir Stoilov sem er góður vinur minn. Ég hef fengið tilboð frá fimm liðum á Englandi - bæði í 1. deild og úrvalsdeild. Fjölskyldan mín er nokkuð sátt á Englandi en það væri skemmtileg áskorun að spila í Búlgaríu," sagði þessi 35 ára gamli markaskorari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×