Enski boltinn

Viduka gerði tveggja ára samning við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages
Mark Viduka er formlega genginn í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og nú síðdegis skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun. Hann er 31 árs gamall og hefur verið einn fremsti markaskorari úrvalsdeildarinnar á síðustu árum. Hann mun keppa um sæti í framlínu Newcastle við þá Michael Owen, Shola Ameobi og Obafemi Martins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×