Enski boltinn

Owen ánægður með markametið

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle og enska landsliðinu var að vonum kátur í gærkvöldi þegar hann skoraði þriðja mark Englendinga í 3-0 sigri liðsins á Eistum í undankeppni EM. Þetta var 23. mark hans fyrir landsliðið í alvöru landsleik og fór hann þar með einu marki fram úr markamaskínunni Gary Lineker.

"Það er að sjálfssögðu alltaf gaman að skora og það að bæta met Gary Lineker er mjög sérstakt. Hann var þjóðhetja á Englandi og ég leit mikið upp til hans þegar ég var yngri. Ég hélt með Everton þegar ég var lítill og Lineker var í miklu uppáhaldi hjá mér - svo það var frábært að slá honum við," sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×