Fleiri fréttir

Allardyce: Vill ekki missa framherja sína

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur.

Ronaldo hafði áhyggjur af hárinu

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hafi látið bíða eftir sér á bikarafhendingunni hjá Manchester United um helgina því hann hafi þurft að laga hárgreiðsluna sérstaklega áður en hann gekk inn á völlinn til að taka við bikarnum.

Framtíð Warnock óráðin

Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í herbúðum Sheffield United og þar mun væntanlega koma í ljós hvernig verður með framtíð knattspyrnustjórans Neil Warnock. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á lokadeginum um helgina eftir að hafa verið í ágætri stöðu á lokasprettinum.

Jewell lofar að fara ekki til Manchester City

Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný.

Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna

Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða.

Neville missir af úrslitaleiknum

Manchester United verður án fyrirliða síns Gary Neville í úrslitaleiknum í enska bikarnum á laugardaginn vegna ökklameiðsla hans. Þetta staðfesti félagið í dag. Þegar hefur verið staðfest að Chelsea verður án Ricardo Carvalho, Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Leikurinn um helgina verður sýndur beint á Sýn.

Eboue framlengir við Arsenal

Bakvörðurinn Emmanuel Eboue hefur framlengt samning sinn við Arsenal. Hann er 23 ára gamall og spilaði 34 leiki fyrir liðið á leiktíðinni. Eboue kom til Arsenal frá Beveren í janúar árið 2005 en enn hefur ekkert verið gefið upp um lengd samningsins sem hann undirritaði í dag.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Breska blaðið The Sun segir að argentínski framherjinn Carlos Tevez muni fara frá West Ham til Real Madrid í sumar fyrir 30 milljónir punda og segir að Lundúnafélagið muni ekki fá eina krónu af kaupvirðinu. Þá segir Daily Express að framtíð leikmannsins muni ráðast í næstu viku.

Gerrard tilbúinn að skrifa undir

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir viðræður um nýjan samning við félagið vera komnar langt á veg og segist muni skrifa undir um leið og pappírarnir komi á borðið. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en mun væntanlega skrifa undir nýjan fjögurra ára samning fljótlega. Talið er að hann muni fá allt að 120,000 pund í vikulaun.

Pearce: Ég var aðeins afleysingastjóri

Stuart Pearce, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki sjá eftir neinu í stjórnartíð sinni hjá félaginu, en segist þó hafa á tilfinningunni að hann hafi ekki verið annað en afleysingastjóri vegna þess hve lítið fé honum var veitt til að kaupa leikmenn.

FIFA ætlar að rannsaka mál West Ham

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að það muni rannsaka hvort draga hefði átt stig af enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í vor vegna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez.

Eiður Smári sagður á óskalista Curbishleys

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem eru á óskalista Alans Curbishleys, knattspyrnustjóra West Ham, fyrir næstu leiktíð.

Leita stuðnings til að höfða mál gegn West Ham

Sheffield United, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, hyggst leita stuðnings meðal annarra úrvalsdeildarfélaga til að höfða mál gegn West Ham í tengslum við málefni Argentínumannanna Carlosar Tevez og Javiers Mashcerano.

West Ham verður áfram í úrvalsdeildinni

Íslendingaliðinu West Ham United tókst nú fyrir nokkrum mínútum að forða sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Carlos Tevez, argentínski sóknarmaðurinn sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í deildinni.

Hættur með Norður-Írland

Lawrie Sanchez verður áfram stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham og hættir því sem þjálfari Norður-Írska landsliðsins. Þetta tilkynnti hann í gær.

Á förum frá Liverpool

Robbie Fowler mun um helgina leika sinn síðasta leik með Liverpool á ferlinum. Það staðfesti framherjinn í gær en hann fær ekki nýtt samningstilboð frá félaginu.

Fowler kveður Anfield á sunnudaginn

Markahrókurinn Robbie Fowler, leikmaður Liverpool, kveður Anfield á sunnudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð gegn Charlton.

Sanchez hættir með Norður-Íra

Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið.

Dawson framlengir samning sinn við Tottenham

Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.

Tottenham og Blackburn skildu jöfn

Tottenham er í vænlegri stöðu með að tryggja sér sjálfkrafa þáttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á heimavelli sínum í kvöld. Benni McCarthy kom gestunum yfir eftir 32 mínútur eftir laglega sendingu frá Morten Gamst Pedersen, en Jermain Defoe jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Brown og Ball í þriggja leikja bann

Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð.

Owen valinn í B-lið Englands

Michael Owen gæti spilað með enska landsliðinu á ný síðar í þessum mánuði eftir að hann var valinn í B-landsliðshópinn sem mætir Albönum. Ólíklegt verður að teljast að stjórnarformaður Newcastle verði hrifinn af þessu þar sem hann stendur enn í skaðabótamáli vegna meiðsla Owen á HM í sumar. Hér fyrir neðan má sjá enska B-hópinn.

Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers.

Jol: Fólk er búið að gleyma Tottenham

Martin Jol og hans menn í Tottenham taka á móti Blackburn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jol segir að fólk sé búið að gleyma því síðustu vikur að hans menn eigi góða möguleika á að ná viðunandi árangri í deildinni í vor þó staðan hafi ekki verið glæsileg síðustu vikur.

Sidwell fer líklega frá Reading

Nú er útlit fyrir að miðjumaðurinn efnilegt Steve Sidwell muni fara frá Reading í sumar, en hann er með lausa samninga hjá félaginu og hefur enn ekki skrifað undir nýjan. Hann er 24 ára gamall og hefur staðið sig vel með liðinu í vetur. Sidwell hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle í bresku blöðunum undanfarið.

Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005.

Vill staðfestingu á að Tevez megi spila

Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni.

Barcelona undir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í síðari undanúrslitaleik Getafe og Barcelona í spænska konungsbikarnum og hefur Getafe forystu 2-0. Eiður Smári er á bekknum hjá Barclelona en nú vantar Getafe aðeins eitt mark til að fara áfram í úrslitin. Þá hefur Blackburn yfir 1-0 á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar sem Benni McCarthy skoraði mark gestanna.

Bragðdauft á Brúnni

Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum.

West Ham ætlar ekki að áfrýja

Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra.

Gagnslaust að kæra West Ham

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano.

Boothroyd framlengir við Watford

Knattspyrnustjórinn Adrian Boothroyd framlengdi í dag samning sinn við Watford um þrjú ár. Boothroyd þótti hafa staðið sig ágætlega í vetur þó lið hans hafi aðeins unnið fimm leiki í úrvalsdeildinni og fallið beint niður í Championship deildina á ný.

Ferguson ætlar að færa Mourinho vínflösku

Sir Alex Ferguson hafði orð á því í dag hve auðmjúklega kollegi hans Jose Mourinho hefði tekið því þegar hann þurfti í fyrsta sinn í stjórnartíð sinni að horfa á eftir enska meistaratitlinum renna sér úr greipum á dögunum.

Ball biður Ronaldo afsökunar

Michael Ball hjá Manchester City á yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir að hann traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna á dögunum. Hann hefur beðið Ronaldo afsökunar og iðrast gjörða sinna. "Ég sé eftir þessu og hef sent Ronaldo afsökunarbeiðni. Ég hef aldrei verið rekinn af velli á ferlinum og veit að ég þarf að vera betri fyrirmynd en þetta," sagði Ball á heimasíðu City.

Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara

Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane.

Ball og Brown ákærðir

Varnarmaðurinn Michael Ball hjá Manchester City hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun í leik gegn Manchester United á dögunum þegar sannað þótti að hann hefði viljandi troðið á Cristiano Ronaldo hjá United. Ball hefur tíma fram á miðvikudag til að svara fyrir sig. Þá hefur Michael Brown hjá Fulham verið ákærður fyrir að skalla Xabi Alonso leikmann Liverpool og hefur sama tíma og Ball til að svara til saka.

Yfirtaka á næsta leiti hjá Charlton

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hópur fjárfesta frá miðausturlöndum og Evrópu sé nú í alvarlegum viðræðum við stjórn Charlton um hugsanlega yfirtöku í félaginu fyrir 50 milljónir punda. Charlton féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap á heimavelli fyrir Tottenham.

Terry: Það verður erfitt að heiðra United

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að það muni reynast sér þungbært að heiðra nýkrýnda deildarmeistara Manchester United á Stamford Bridge þegar liðin mætast í deildinni annað kvöld. United gerði slíkt hið sama fyrir Chelsea fyrir tveimur árum.

Ferill Park var í hættu

Ji-Sung Park hefði geta eyðilagt feril sinn ef hann hefði ekki farið strax í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta hefur faðir Kóreumannsins eftir sérfræðingnum Richard Steadman. Park verður ekki klár í slaginn á ný fyrr en á næstu leiktíð.

Barton er falur fyrir 5,5 milljónir punda

Manchester City er tilbúið að selja vandræðagemlinginn Joey Barton fyrir 5,5 milljónir punda eða um 700 milljónir króna. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins í dag. Barton er ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir City á næsta tímabili eftir að hafa verið settur í bann á dögunum fyrir að senda félaga sinn á sjúkrahús í áflogum.

Sanchez vill halda áfram með Fulham

Lawrie Sanchez segist ólmur vilja halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri hjá Fulham eftir að ljóst varð í gærkvöld að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Sanchez er landsliðsþjálfari Norður-Íra og er samningsbundinn þar fram yfir EM 2008.

Xavier á förum frá Boro

Varnarmaðurinn Abel Xavier fer frá enska úrvalsdeildarfélaginu Middlesbrough í sumar. Þetta varð ljóst í dag eftir að leikmaðurinn gat ekki sætt sig við þau kjör sem félagið bauð honum í nýjum eins árs samningi. Hann átti ágæta endurkomu með liði Boro í vetur eftir að hafa verið settur í eins árs bann vegna steranotkunar.

Hermann laus allra mála

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er laus allra mála hjá Charlton eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap gegn Tottenham. Hann er nú sterklega orðaður við West Ham. Greint var frá þessu í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir